Um Hnappa
Hnappar eru netverslun sem selur hnapparafhlöður og aðrar sérhæfðar rafhlöður. Við eigum allar algengar tegundir af hnapparafhlöðum á lager og sendum þær beint heim í bréfapósti, svo þú þarft aldrei að fara út á pósthús.
Netverslunin er verkefni fjölskyldunnar að Markarflöt 33 í Garðabæ og er gerð út úr bílskúrnum. Bræðurnir Anton Ari (8) og Jakob Freyr (4) sjá um birgðahald og ferðir á pósthúsið. Verslunin er aðeins á netinu og gert ráð fyrir að allar pantanir fari í póst en ef mikið liggur við má alltaf hringja og mæla sér mót við okkur.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Arthúr í síma 824-0683.