Skilmálar
Seljandi vörunnar er Arthúr Ólafsson, kt. 110683-2949, með lögheimili og varnarþing í Garðabæ. Um viðskiptin gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000.
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur á grundvelli þeirra verður honum vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum í samræmi við lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Afhending
Vörur eru sendar heim með bréfapósti næsta virka dag. Eftir það tekur það Póstinn alla jafna 3 virka daga að koma vörunni til skila, en á álagstímum getur heimsendingin tekið lengri tíma.
Sendingarkostnaður er aðeins 300 krónur og fellur hann niður þegar keypt er fyrir 1.000 kr. eða meira.
Virðisaukaskattur
Salan er ekki virðisaukaskattskyld, þar sem veltan er undir lágmarksupphæð fyrir innheimtu VSK.
Vöruskil og endurgreiðslur
Gallaðar vörur fást vitanlega endurgreiddar eða bættar með sambærilegri vöru. Ógallaðri vöru má skila í óopnuðum umbúðum innan 14 daga frá pöntun. Vinsamlega hafið samband við Arthúr í síma 824-0683 eða á hnappar@arthur.is.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi Hnappa kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til viðskiptavina. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Viðskiptavinir geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.